VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.7.03

Jæja þá er mar kominn heim frá úglöndum.
Ítalía var í einu orði sagt FRÁBÆR og ég bókstaflega grét í flugvélinni á leiðinni heim..... við erum strax farnar að plana næstu ferð en hún verður MÖGNUÐ og öllum boðið með he he...
Annars lentum við í svo ótrúlegum ævintýrum að það er ekki fyndið... ákváðum að slökkva á heilunum okkar og vorum bara braindead í nokkrar vikur, he he.
Okkur tókst að taka vitlausa strætóa... ég meina lengst upp í ra8%&$#gat, lentum í rafmagnsleysi, þvílíkum viðreynslum á STOPPUSTÖÐVUM... hvað er málið með það.... svo þá vitiði það ef að þið viljið láta reyna við ykkur bíðið þá bara eftir strætó..... !! Gleymdum einu sinni að valideita miðann okkar í lestina og skitum næstum í okkur í hvert skipti sem að einhver gekk fram hjá lestarklefanum... náðum svo líka að læsa okkur úti á svölum í marga klukkutíma eða þar til slökkviliðið kom túðereskjú á kranabíl og komu upp á svalirnar til að brjóta svalahurðina upp!!!! við alveg dáleiddar... þið sjáið men in uniform!! svo fórum við náttla á deit og wild sex... haba haba ;-)
Höstluðum Íslendinga og Ítali eða þeir reyndar okkur..... fengum kampavín og ástarbréf send upp á herbergi hjá okkur....
Keyptum okkur Custo, hentum okkur í gólfið and u go away.....
Fórum á froðudiskótek, tónleika með Björk, hjólabát í stórsjó, geggjaðan vatnsrennibrautagarð, San Marino í 40 stiga hita, lentum í þvílíkri rigningu í Feneyjum, ég breyttist í Don Corlione á Markúsartorginu, fórum í magnaða gondólaferð þar sem Giovanni söng fyrir okkur ó sóló míó....
Lágum í Kastalagarðinum í Verona eða réttara sagt oní gosbrunninum... þvílíkt heitt.... gengum 5 km á dag og ég léttist um 5 kg þrátt fyrir mikla bjórdrykkjum og ís-át... ég meina minnst 3 ísa á dag!!!! Djöll drakk maður mikinn bjór!!!! mig svimar alveg þegar að ég hugsa um það!
Djömmuðum á ströndinni, átum skinku og melónur í öll mál.... og pizzur pizzur pizzur....... eignuðum vini á veitingahúsum.... please dont go away girls..... please stay.....
Æi ég gæti röflað endalaust um þetta... langar geggjað að flytja til Verona.... þar fílaði ég mig best... ég bara fíla ITALIU!!!!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com