VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

15.5.03

TAPAS og SPÁNN eru mér ofarlega í huga í dag.... fór nefnó á Tapas-barinn í gær og fékk mér "spænska" smárétti. Svo var náttla spænsk tónlist í bakgrunni og þvílíkt rómantísk stemmning. Ég sveif alveg inn á draumaheim... rifjaði upp góðar minningar frá Barcelona og hugsaði mikið til Siggu Dóru og þegar að við spókuðum okkur um borgina, röltum Römbluna, hittum ávaxtakerlinguna (sem var svona 150 ára) reglulega þar sem að hún stóð með kirsuber sem eyrnalokka og seldi ávexti, gaurinn fyrir framan Picasso-safnið sem spilaði svo vel á gítar að ég keypti cd af honum sem var svon rænt! (sko cd-inum en ekki kallinum) Æi það var svo gaman og stemmingin ólýsanleg. Það verður spennandi að sjá hvernig Ítalía verður í samanburði?? Hef heyrt að þetta sé tvennt gjörólíkt!
En ég hef semsagt verið í draumaheimi síðan.... langar allt í einu núna að flytja til útlanda og læra listasögu og sérhæfa mig í miðaldalist... sitja á torgum og horfa á mannlífið, slappa af á kaffihúsum og sötra bjór og vera menningarleg.... ég meina þetta er DRAUMURINN.... hjóla allt og brosa framan í sólina ;-)

ps. Mér finnst spænskur matur brilliant og fór södd og sæl heim af Tapas í gær ;-) og er ennþá södd og ennþá í draumaheimi....

Bókin er hljóð
en þegar að hún opnast
verður maður fullur af orðum
orðum um heiminn
en þegar að hún lokast
verður hún þögul sem steinn.....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com