VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

20.3.04

Rautt stelpukvöld
Það mættu 70 kvenkynsverur á kaffihúsið á fimmtudagskvöldið og allar í einhverju rauðu. Það var magnað að horfa yfir salinn á þessar rauðklæddu undurfögru verur líða um salinn eins og prinsessur. Og allt í boði Les triplets.... við mættum og skreyttum og gerðum fínt, dúkuðum borðin og skreyttum þau með rauðu nammi og kertaljósum, helltum rauðum fordrykk í kampavínsglös og settum gjafir í körfur og páskaegg í skálar. Kellurnar fengu svo rósir og hlustuðu á frábær skemmtiatriði, söng, hvatningarræður og glens... allt í sjálfboðavinnu... FRÁBÆRT frá upphafi til enda.
Svo fórum við flestar upp í Hredda þar sem að Gullfoss og gestur voru að spila (Geysir var víst veikur) og dönsuðum fram á rauða nótt og auðvitað í rauðu!!! Ég breikaði aðeins og sést það á líkama mínum í dag, er með feitan marblett á hnéinu og snúinn ökkla en það var þess virði því ég komst að því að ég hef þetta enn.... get breikað like Im a five year old!! eða kannski frekar twelve year old... toppaði um það leyti sko....

Damien Rice
Er ennþá á bömmer yfir því að hafa misst af þeim tónleikum :-( er gráti næst ...... en The blowers daughter er eitt flottasta lag sem að ég hef heyrt... ég bara get varla andað þegar það lendir í græjunum! Þessi söngvari er bara snilld

Idolið
Ok þar sem að ég fékk ekki miða á DR sat ég og horfði á Idolið með Kötu skvís og Sverri. Þessi Jennifer Hudson gella má alveg detta út strax á stundinni og ekki seinna en núna að mínu mati!!! gellan fer nett í pirrurnar á mér... ég elska litla pennasölumanninn og held eigilega með honum og svo líka skatebord Hawai-gellunni af því að hún er svo sæt!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com