VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.12.04

Hæ ég veit að ég sagðist ætla að fara í bloggpásu en kvöldið í gær var BARA fyndið. Við byrjuðum daginn, ja svona sirka um kl 14, og fórum á Vegamót í léttan lunch. Við ætluðum sko að stússast fullt en enduðum með því að vera súper latar en dröttuðumst svo í Selvogs og fórum í nýtt Trivial þar sem að allar spurningarnar snúast um tónlist, kvikmyndir, sjónvarp og slúður... og spurningarnar á höfuðreit eru dvd-spurningar....... mjöööög skemmtilegt spil þar til að ég tapaði.... mér fannst ég sko persónulega vera best í þessu spili en Diljá smiljá og Kata rassgat fengu einhverjar skítléttar spurningar eins og Law and order spurningin, hvað var það??? Við Sverrir vorum búin að vera endalaust á þessum tv-reit og fengum bara eitthvað krapp og svo fara þær á hann og fáið Law and order! jæja við vorum alveg í gírnum og Katrín kom með nokkra öllara og við ákváðum að skella okkur í partý.... leituðum logandi ljósi að einhverju sing-star partýi en enduðum á Ölstofunni þar sem að við fórum í höstl-sögu keppni með einhverjum stelpum... ég sagði "why does it always rain on you?" höstl-söguna af söngvaranum í Travis... en svo voru einhverjir Danir þarna á næsta borði og ég var komin í þvílíkan augnkontakt með einum þeirra.... hann var með skegg (ummm) svo var ég samt ekki alveg viss um hvort að hann væri að gefa mér auga eða Katrínu eða jafnvel stelpunni í lopapeysunni svo ég var eitthvað voða óörugg og feimin og þorði ekki að horfa meira á hann... þá skokkaði Katrín til hans og fór að höstla hann fyrir mig (eins og í 12 ára bekk) og segja honum að ég væri skotin í honum og hann alveg "ohooo shes so sveet..." og katrín alveg já já... "but why didnt she come and talk to me"... hmmm Katrín alveg "shes so shy" ...he he við vorum alveg að skora feitt þarna... svo fundum við partý þegar að Ölstofan lokaði... (samt ekki sing star) og Dill, Kata og ég fundum taxa sem að okkur var hent út úr...... (sigh, íslenskir karlmenn) en þá kom Daninn (við vorum sem sagt greinilega að skora) og við rúlluðum í partýið en á leiðinni fór hann þvílíkt að vorkenna Diljá að búa í Árósum og svo seinna Katrínu að búa í Oxford. Honum fannst bara allt leim og glatað og vildi svo ekki borga neitt í taxanum... ég missti snarlega áhugann á skegginu í rauðu peysunni.... og ekkert varð úr neinu höstli svo sorry Diljá ég er ekki að standa mig hérna megin....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com