VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.12.04

Ég hef verið slöpp síðan á sunnudag... fyrst var það þynnka sem breyttist svo í gubbupest og flensu... svo ég skreið rétt út úr húsi í gærkvöldi ... svona rétt til að kíkja út. Sat með Sigrúnu og vinkonum hennar við kertaljós og með Eivöru á fóninum. Ekta jólastemmning... eins og núna þá ligg ég innan um jólaljósin meðan Ragnheiður Gröndal syngur fyrir mig um norðurljós og vetrarsól... ummm núna er ég loksins komin í jólaskap og líður svoooo jólalega :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com