Fór í sund í dag eins og svo oft áður.
Í dag dvaldi ég bara í heitu pottunum og kjaftaði við hana Diljá mína. Vá hvað Laugardalslaugin er farin að láta á sjá! Það voru náttla svo fáir í sundi því það var brunagaddur!! ekki beint sólbaðsveður nei nei en allaveganna þá sést svo vel hvað allt er orðið sjúskað. Nú við sátum þarna í einu horninu á bubblupottinum og einhvern veginn vildu bara allir vera þar sem að við vorum.... annað hvort vorum við svona sætar eða fólki fannst gaman af því að hlusta á okkur???? Flestir sem að hlömmuðu sér í kringum okkur voru gamalt fólk og einn kallinn var mjög spes, alltaf að klóra sér og ræskja sig og skvetti vatni af áfergju framan í sig, meðan annar fór í kaf rétt við tærnar á Diljá og bara var þar í óratíma..... nú einn lagði næstum höfuðið á öxlina mína en þá var mér nóg boðið og rauk upp og dró Diljá með mér í næsta pott sem var svona týpískur íslenskur heitapottur en þar vorum við einar og gátum slummast í friði.
Við vorum ekki eins vinsælar á Súfistanum þar sem að við hámuðum í okkur grænmetisbökur og slúðruðum.
Nú býð ég bara spennt eftir að skötuhjúin mæti á svæðið.... jólaskinkan og jansons :-)
<< Home