VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.12.04

Barnaland, viðvera, drottningadjamm...

Ég er svona smá að spá í það hvort að ég sé eitthvað óeðlileg að hanga ekki inn á Barnalandi daginn út og daginn inn eins og svo margar stelpur gera!!??? Hins vegar hangi ég inn á fasteignavefjum dagblaðanna og skoða allar nýjar íbúðir sem detta inn þótt ég sé ekkert á leiðinni að fara að kaupa mér íbúð strax aftur????!!!

Nú svo er viðvera á morgun, leggjum í hann upp á Röstina eldsnemma í fyrramálið. Sömdu 27 heavy-þungar spurningar (greyið hópurinn) og ætlum sko að grilla liðið á morgun. He he.. smá spaug. Þetta var frekar skothelt verkefni sem að við fengum til að lesa fyrir, ég átti nú líka bara í mestu vandræðum með að skilja það!!! (þetta var sko reikningshaldsverkefni, ekki mín sterkasta hlið)

Nú annað kvöld er svo drottningadjamm, en þá dressum við okkur nokkrar upp og tökum kremsessjón, meiköppsessjón, greiðslusessjón og bara allan pakkann, sturtum í okkur kokteilum og dönsum eins og sönnum drottningum sæmir....


|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com