VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

15.2.05

Bifrastardjammfílingurinn

Jæja þá er konan loksins búin að finna hann aftur. Var í smá lægð en fann taktinn og djammaði vel og líka smá illa sl. fimmtudagskv. Þetta kvöld var reyndar mjög tregablandið því þá lét ég af störfum ritara Skólafélagsins. Þetta ár hefur verið svooooo viðburðaríkt og ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki í gegnum þetta starf og ég á eftir að sakna þess fullt þótt vissulega sé maður líka komin með smá nóg. En ég þakka fyrir mig :-) og Hlédís tekin við.

Umbavika

kallast svo þessi vika en það er vikan fyrir Bifró-árshátíð okkar Bifrestinga. Allar gellurnar eru sveittar að leita sér að kjólum og ég mun taka nokkur vel valin kremsessjón og semalíuskreytingasessjón fyrir næsta laugardagskvöld. (Reyndar þekki ég nú nokkra brúnkukremsgaura líka hmmm nefni engin nöfn Ögmundur)
Við Linda verður bedbuddies á Hótel Borgarnesi og hún var eitthvað að tala um að koma upp merkjakerfi ef að við myndum höstla. Reyndar fíla ég nú betur að VERA höstluð... nenni ekki að sjá um skítverkin sjálf múúúhahahah nei segi svona. Allaveganna þá er kjóllinn kominn og svo fer ég í plokk og lit á morgun til Tönju svo þetta er allt að smella. Verst að hafa ekki getað mætt í spinning til Biggsters vegna hnífsstungnanna sem að skreyta minn undurfagra kropp!
Jæja allaveganna þá eru umbarnir komnir á stjá og auglýsa umbjóðendur sína grimmt en það húllumhæ nær hámarki næsta fimmtudagskvöld en þá fæ ég meira að segja að taka þátt í einu umbaatriðinu :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com