VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.3.05

Idol og Swan

Hvað er málið með mig og allt sem nefnist Idol, ég er algjör sukker fyrir því og sit sem límd við sjáinn þegar að eitthvað sem að einhverju leyti minnir á Idol er sýnt. Var að enda við að horfa á American Idol og þar sungu keppendurnir lög frá 10. áratugnum. Ég er ekki að fatta lagavalið hjá flest öllum keppendunum!!! Þau mega velja sér ÖLL lög frá 1990-2000 og hvaða krapp er þetta sem að þau velja sér að syngja???? ég bara spyr? Ég þekkti ekki helming þessara laga og það er að gera þetta SVO miklu leiðinlegra! Ég er allaveganna kominn með hate-list og á honum er tveir gauranna þ.e. Nico svertinginn með gleraugun sem að vælir eins og stunginn grís og Scott sem er svo langt frá því að vera Idol sem mest má.. svo er hann líka falskur.

Svo gerði ég líka þau afdrifaríku mistök að horfa á The Swan... sem er svo mikill hryllingsþáttur að ég fékk tvöfaldan nettan kjána. Hversu sjúkt er það að velja tvær stelpur sem eru að drepast úr minnimáttakennd, karlarnir hafa haldið fram hjá þeim og þær hafa alltaf verið óvinsælar, og breyta þeim bara ALGJÖRLEGA ( og ekki alltaf til betri vegar) en enda svo þáttinn á að segja við aðra þeirra " Sorry en þú ert ekki nógu sæt til að komast í fegurðarsamkeppni til að verða fallegasti svanurinn"!!!!!!!! Það er eitthvað totally wrong og sad við þennan þátt!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com