VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.3.05

Sónar og upplausn!

ok ok þið getið slakað á því að ég fór ekki í sónar heldur Marín þ.e. í síðustu viku. Foreldrarnir vildu nefninlega fá að kíkja aðeins á krílið sem heilsaði þeim með hiksta (hikk hikk) og saug svo þumalinn og fékk sér lúr :-) já það lítur út fyrir það að krílið líkist frænku sinni á klakanum, allavegnna af þessum lýsingum að dæma. Svo fær krílið að fara til S-Afríku á þriðjudaginn (reyndar í fylgd með foreldrunum hí hí) og tjútta þar í brúðkaupsveislu nr. 2 og spóka sig í sólinni... jamm sumir eru heppnari en aðrir þvi frænkan á klakanum er að fara í próf :-( en þau byrja eftir rúmlega viku. Svo er ég ekkert að nenna að fara að vinna í sumar. Fæ gæsahúð af hryllingi þegar að ég hugsa til þess að þurfa að ráðleggja fólki um fjármál sín og reyna að sannfæra einhverja eyðsluseggi um að taka ekki 100% lán.. æ einhvern veginn ekki að hljóma spennandi núna... mig langar mest til þess að slá þessu öllu upp í kæruleysi og stinga af til útlanda. Fara í málaskóla til Ítalíu og fljúga svo til S-Ameríku í eitthvað sjálfboðastarf og setjast svo að í fjallakofa í Alaska og skrifa bók!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com