VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.3.05

Flísar

það ætti að banna flísar! Í gær stóð ég nefnó á flísum í 4 klst. á háhæluðum skóm og kynnti skólann minn á Stóru háskólakynningunni í Borgarleikhúsinu. Strákarnir voru meira að segja farnir að kvarta undan bakverkjum, en ég vorkenndi þeim lítið því við stelpurnar vorum allar á háum hælum. Sem betur fer virtust fáir taka eftir kvölum okkar því allir gestirnir voru svooo jákvæðir í garð skólans og það var mjög gaman að kynna námið og félagslífið. Nú svo náði maður að veiða nokkra í netið og hlökkuðu þvílíkt til að koma næsta haust. Gaman að því :-)

SUS

Fór í hádegisverð í Valhöll í gær. Eikibro var í sjokki og ég vona að hann sé búinn að jafna sig. Hann heldur að ég sé að breytast í Sigga Kára eða eitthvað!
Þetta var mjög skemmtilegur fundur og ekki var það verra að við fengum Nings að borða og í minni fortune cookie stóð "Smile and have fun because your future is full of fortune" eða ikkvað í þá áttina. Ég sem sagt valhoppaði út úr Valhöll eftir skemmtilegar umræður við nokkra úr stjórn SUS, með núðlur í mallanum og brosandi framtíðin beið eftir mér :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com