HÁS
Ég vil þakka Diljá fyrir frábæran föstudag. Óvissuferðin var geggjuð og ég er sjúklega sátt við þennan aktivití hóp minn. Eftir ferð upp í Hallgrímskirkjuturn þá var farið í sund og síðan var sötrað á kampavíni og jarðarber snædd fyrir utan Vesturbæjarlaugina. Á meðan dönsuðum við gellurnar við HÁS diskinn en hver og ein okkar fékk lag tileinkað sér á disknum. Svo mætti mín niðrá Thorvaldsen kl.21 og klóraði mér í hausnum þar sem að engin var mætt. Nú þarna stóð ég með umslag í höndunum sem að ég ákvað svo að gægjast í og í bréfinu stóð að ég ætti að brosa til barþjónsins og fá hjá honum næstu vísbendingu og kannski eitthvað með því, úlala ég skælbrosti eftir Fishermansfriendið!!! he he... en svo notaði ég vísbendingarnar til að komast á leiðarenda og við enduðum allar á TAPAS-barnum og höfðum það kósý. TAKK TAKK Diljá mín! Þetta var geggjað!!
<< Home