Ferð á hárgreiðslustofuna
Ég hef verið haldin mikilli hræðslu við hnífinn (skærin)undanfarna mánuði. Hárgreiðslufólk hlustar nefninlega ekki alltof vel á fyrirmæli mín. Ég VIL vera með SÍTT hár en sumum klippurum finnst það eitthvað út úr kú og vilja gera allskyns klippingar í hárið mitt og ég geng út með hreiður á hausnum eða sítt á hliðinni og ikkvað svona krapp. Ég er nefninlega ekki þessi týpa sem að fíla nýstárlegar klippingar, ég vil bara vera með heilbrigt, sítt hár sem í eru örlitlar styttur, simple??? nibb þetta er nefninlega ekki simple og fyrir töff hárgreiðslufólk er þetta bara mjög erfitt mál.... þau standa þarna öll voðalega hipp og kúl eins og klippt út úr nýjasta tízkublaði en máliði er að ég vil ekki vera klippt eins og þau....
Ég var hjá æðislega flottum klippara á töff og hipp stofu... hann klippir voðalega vel og er mjög vandvirkur.. svo er líka ekki verra hvað hann er líkur Brad Pitt.. Hann hins vegar vill ekki eða skilur ekki hvað ég er að tala um þegar að ég segi að ég vilji bara simple klippingu og strípur! he he... eða jú hann náði þessu með klippinguna en honum finnst held ég ekki flott að vera með strípur, allaveganna ekki röndóttar strípur...
Nú svo fór ég til vinkonu minnar, hún strípar mig eins og ég vil en vill alltaf klippa hárið bara ALVEG af eða ikkvað! svo fæ ég ódýrar hjá henni en í staðinn líður mér eins og ég fái ekki fullt trít.. og líður hálf bjánalega ikkvað og henni held ég líka....
allaveganna svo hef ég prófað nokkra staði og þar fékk ég nú bara ALLS EKKI það sem að ég vil.
En í síðustu viku fór ég á hárgreiðslustofu og fékk nákvæmlega það sem að ég vildi..
kostir:
Geðveikt hausanudd
tveir gæjar að blása á mér hárið
strípurnar og klippingin
gegt góð hárnæring
rólegt
gallar
enginn leit út eins og Brad Pitt
ekkert persónulegt tjatt
enginn að slétta og dunda við hárið mitt
en ég er alveg voðalega sátt við hárið mitt og svo er líka alltaf gott að fá smá tilbreytingu ... leggjast undir hnífinn hjá mismunandi??? úpps eða ekki??
<< Home