Próflestur
Fyndið, ég veit að þið kannist öll við þetta, en einhvern veginn vill maður alltaf vera að gera eitthvað allt annað en að lesa fyrir próf. Eins og núna, þá á ég að vera að lesa fyrir fjármálastjórnun en í morgun hef ég aðeins komist yfir 2 kafla... því ég hef verið bissí við að:
-setja hárið á mér upp!! (rosa hárgreiðsla)
-taka til
-klippa á mér táneglurnar
-bera á mig fótakrem
-máta ýmsar sortir af íþróttaátfittum
-fá mér að borða (oft og mörgum sinnum)
-skoða verðskrána í Laugum
-eyða tíma í að kvíða fyrir skattaréttarprófinu
jamm einhvern veginn gengur þetta rosa hægt hjá mér. En þetta gengur þó og ég stefni á aðra 2 kafla fyrir kl 18 eða eitthvað!!
<< Home