VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.4.05

Hvað er málið með mig og það að þurfa að finnast eitthvað langbest og halda með því í þokkabót?? T.d. hvernig er hægt að "halda með" Pepsi Maxi ?? ég bara spyr??
Svo eru Laugar náttúrulega LANGbesta líkamsræktarstöðin og ég "held" líka með henni!
Nú svo er það Kjör-ísinn sem er náttla LANGbestur, Nóa-Síríus sjúttlaði LAAAANGbest og ég gæti talið fleira upp sko! Já að ég skuli eyða orku í að halda með matar og gostegundum. Ég er alveg að fatta það að ég haldi með Liverpool og finnist Bifröst LANGbesti skólinn en hitt er náttla BARA rugl! Já það mætti halda að ég sé ennþá 10 ára en þá "hélt" ég brjálæðislega með Wham á móti Duran Duran.......!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com