Flug út í heim
Jæja þá er maður búin að panta flug fyrir þrjá "aðra leiðina" kl. 7:30 að morgni 1. september 2005. Við pöntuðum flug til London og ætlum að hoppa þaðan eitthvert lengra út í heim..... erum að reyna að ákveða okkur hvert sé heillandi að fara, hvað segið þið um það? Vorum að kíkja á Krít, Róm, Napolí... kannski S-Frakkland... allaveganna setti Bjarki 3 skilyrði en þau eru:
1. Gullnar strandir
2. Heiðblár sjór
3. Eitthvað að skoða
ég vil svo bæta við þetta, ísköldum bjór, sundlaugarbökkum, diskótekum og sætum strákum.....
Frjálsi
Svo er það bara að safna pening þar til 1. september. Ég mun gera það í Frjálsa í sumar. Það er barasta massa stemmari í bankanum þessa dagana og þetta verður ábyggilega gott sumar. Byrjaði með stæl síðustu helgi en þá voru vinnupartý bæði föstudags og laugardagskv. Við tókum nett 80´s djamm á fös. Fórum í óvissuferð upp að Reynisvatni þar sem að við fengum grill og Sálin kom og spilaði fyrir okkur.... hvað annað en geggjað!!! Svo fengum við í Frjálsa náttla 1. verðlaun fyrir búninga :-) jamm við erum best! Svo var karókí-grill á laugardeginum og eftir það fór ég á Nasa og tjúttaði við Hjálma.
<< Home