VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.7.05

Tannlæknar

eru stórfurðuleg fyrirbæri og misjafnir eins og þeir eru margir. Ég hef nýverið skipt um tannlækni. Það tók mig reyndar 2 ár að skipta því ég gat ekki drifið í þessu en í sumar lét ég verða af því. Gamli tannlæknirinn minn var gamall og grumpí, með allt á hornum sér og rándýr. Nýi tannsinn er hins vegar ungur og mjög hress, ívið ódýrari og mjög tæknivæddur. Ég fór því sæl og kát út frá unga tannlækninum en hann leyfði mér að horfa á Friends og hafa það næs meðan að hann dundaði í tönnunum mínum. Þegar að ég settist upp í bílinn varð mér hins vegar hugsað til gamla tannsans og fékk nett samviskubit..... ég hafði yngt upp.... en svo harkaði ég af mér, beit á nýpússaðan jaxlinn keyrði burt út í sólina...

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com