VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.7.05

Trukkabílstjórar á vegamótum!?

Hæ og góðan daginn. Ég hef verið í miklu mataraðhaldi þessa dagana sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að í gær ætlaði ég að hitta vini mína á Vegamótum og fá mér rosalega góðan rétt. Jamm, ég sveltandi kolvetnissnauða manneskjan hafði sem sagt beðið með eftirvæntingu alla vikuna eftir þessari kaffihúsaferð. Nú þegar við komum á Vegamót kl. 19:00 voru flest borð upptekin en þó voru nokkur laus. Afgreiðslustúlkan horfði á okkur eins og við værum utanbæjarfólk þegar að við spurðum hvort að einhver borð væru laus!?? og sagði svo nei að nokkur borð væru frátekin frá kl. 20:00. Við spurðum hvort að við mættum setjast til kl. 20:00 en nóbb... það var víst ekki leyfilegt. Þarna neituðu þeir okkur um viðskipti en hefðu getað grætt á okkur ca. 8.000 kr. á einu klukkutíma. Þetta finnst mér heimska. Annað dæmi um heimsku eru þessi mótmæli trukkabílstjóra. Ég hlustaði á forsvarsmann þessara bílstjóra sem sagði að þeir væru velstuddir af landsmönnum og hann hefði meira að segja fengið sms frá Egilstöðum! Fine... allavega er ekki stuðningur með þessari tegund mótmæla frá fólkinu í kringum mig. Burt séð frá því hvaða skoðun maður hefur á olíugjaldinu þá eru þessi mótmæli út í hött. Svo þegar að hann var spurður um slysahættu og öryggisþætti þá sagði hann bara "Slys verða í umferðinni, ef að fólk vill forðast slys getur það verið upp í rúmi"!!!!!!!!!! Jamm þetta var alveg til að vekja upp samúð með málstaði þeirra bakkabræðra!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com