Flatur magi
Tók fyrstu umferð í lyftingaprógramminu í gær niðrí Laugum. Við Kata tókum efri hlutann þ.e. upphandleggi, bak, kvið og brjóst. Prógrammið var svona í léttari kantinum í þyngdum fyrir utan kviðæfingarnar sem að voru HELL. Ég skil ekki hvers vegna þessir vöðvar eru svona hryllilega aumir hjá mér? Ég bara kvelst eins og sjóari í nærfataverslun við hvert átak. Svo langar mig náttla meira en allt annað í sléttan maga með nettri six-pack, figures!
Nú svo átti hollustan að halda áfram og við Kata ókum sem leið lá niðrí bæ og settumst inn á Thorvaldsen. Pöntuðum þar salöt og slökuðum á.. og svo slökuðum við meira á… og svo meira… enginn matur! Við biðum í næstum klukkustund eftir matnum sem að mér finnst mjög óvanalegt hér á Íslandi, en það þýddi að við átum ekki fyrr en rúmlega 21!! Matardagbókin komin í rusl og við alveg obbosslega ósáttar. Hef því ákveðið að taka MJÖG strangan dag í dag svo draumurinn um rennisléttan maga verði einhvern tímann að veruleika. Rosalega er samt gaman að fara niðrí bæ þegar að veðrið er svona gott, bærinn morandi af léttklæddu fólki og hamingjan bara magnast 1000falt!!
<< Home