VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

5.8.05

Frábær hugmynd hjá Sony þ.e. að búa til gagnrýnanda sem að lofaði myndir Sony í hástert ... alveg brill :-) Verst að gaurarnir sem að fengu hugmyndina voru reknir í skammarkrókinn! Trumparinn stóð sig ekki sem verst í gær fyrir utan það að ráðast á munntóbaks"tyggjara" en þar sem að nokkrir vinir mínir og vinkona eru í þeim hópi varð ég sármóðguð fyrir þeirra hönd. Ég hef meira að segja verið að pæla í því að taka upp þessa iðju sjálf enda finnst mér þetta mjög smart. Hvernig væri að fá sér hártopp og munntóbak? Verst að ég hef ekki marga staði til þess að koma hártoppnum fyrir. Nú á dagskrá helgarinnar er ræktin og 2 matarboð. Ég nálgast markmið mitt í ræktinni á hraða snigils en hef til 1. september.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com