VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.10.05

Ólétt

Ég held að ég hafi náð að éta nammikvóta ársins 2006 á þessum tæplega 3 dögum sem að ég hef verið í Lundi S-Svíþjóð. Ég hef étið eins og svín og þá er vægt til orða tekið. Nammibumban mín stendum beint út í loftið og olli mér mikilli óánægju í Mollinu í dag þar sem að ég tróð mér í hinar ýmsu flíkur. Ég náði nú samt að versla mig í feitan mínus en sé sko ekki eftir því! Fann ýmislegt sem gerir mig fallegri og hamingjusamari... þo aðallega í H&M og Vero Moda. Fann líka nýja búð Gina Tricot (sem er nýja uppáhaldsbúðin mín) og tók létt háskólanámsmannatripp! Í gær fór ég í strípur.... það var upplifun út af fyrir sig. Fyrsta lagi hef ég aldrei farið á hárgreiðslustofu í útlöndum á fullorðinsárum. Ég sat því sveitt í stólnum og reyndi eftir minni bestu getu að skilja skánsku klippikonuna sem að talaði meira en góðu hófi gegnir. Útkoman var sem betur fer góð og er ég núna alveg "ekta" blondína eins og ´99. Ekki verið svona ljóshærð lengi.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com