VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.1.06

***************Gleðilegt nýtt ár***************

2005 horfið á braut og 2006 gengið í garð. Eins og siður er lítur mar um öxl og skoðar árið sem er að líða gagnrýnum augum og ég verð að segja að ég kveð árið 2005 með söknuði. Mér fannst 2005 eitt skemmtilegasta ár sem að ég hef upplifað. Sl. sumar var þó erfitt fyrir fjölskylduna þar sem að afi minn lést eftir erfiða en stutta banalegu. Við söknum hans sárt. Hins vegar var árið mér einstaklega gjöfult.
Ég gerði mér grein, fyrir nokkrum árum, fyrir ákveðnum eiginleikum í mínu fari sem að mig langaði til að þroska og bæta. Þessir eiginleikar héldu, að mínu mati, aftur af mér á vissan hátt en mér finnst ég hafa, á árinu 2005, náð miklum framförum og sjálfsgagnrýnin virkilega að virka.
Árið sem er að líða var yfirfullt af krafti, ein sannkölluð áramótasprengja og ég öðlaðist mikla reynslu og víkkaði sjóndeildarhringinn. Takmarkinu náð! Já það er ekki oft sem að ég get sagt svona um áramót.
Nú áramótaspáin mín fyrir komandi ár segir mér að árið 2006 verði enn betra en 2005 og ég get því hreinlega ekki beðið eftir að takast á við það. Á þessu ári mun ég útskrifast með Bs í viðskiptalögfræði og þannig mun frábærum kafla í mínu lífi ljúka. En ég er stolt af mér og ánægð með að hafa kynnst svona frábæru fólki sem Bifrestingar eru. Ég er stolt af því að vera Bifrestingur!
Ég ferðaðist gífurlega mikið á árinu sem er að líða. Og ég treysti vináttubönd. Ég kynntist ógrynni af fólki frá öllum heimshornum og framtíðarmynd mín mótaðist betur. Ég varð sjálfstæðari og þroskaðari og er virkilega sátt með lífið og tilveruna.
Ég hef nú lagt það í vana minn að gera topp 10 lista og geri ég hann núna líka þótt það sé erfiðara en oft áður þar sem að svo mikið hefur gerst.
10. Októberfest í Munchen-lengi langað að prófa að fara á "alvöru" Októberfest
9. Mílanó, Hamburg, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Lundur og Árósar- get ekki gert upp á milli
8. London-sá London með nýjum augum
7. Brúðkaup Marínar og Eiríks-rómantík
6. Berlín-hafði sterk áhrif á mig
5. Amsterdam með saumó-berir rassar og skemmtilegheit
4. Misserisverkefnið sl. vor- sjaldan verið eins stolt
3. Róm-hreint ótrúleg borg og frábær félagsskapur
2. Lueneburg-Þýskaland og allir þeir frábæru vinir sem að ég kynntist þar
1. Eiríkur Tumi-yndislegur sólargeisli

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com