Helgartöfrar
Tónleikarnir með Ampop voru ólýsanlegir.
Ég sat í einhverskonar dáleiðslu og tónlistin lá eins og dúnsæng yfir salnum.
Mér leið eins og ég væri hafin upp til skýja og sæi “glimps” af himnaríki.
Stundum upplifir maður töfra og strákarnir í Ampop stráðu stjörnum þetta kvöld.
Takk æðislega fyrir mig Ólöf mín, svona stundir gefa lífinu gildi.
Upplifði líka annarskonar töfra um helgina þegar að ég fór á Listasafn Íslands. Í safninu voru sýningar með Snorra Arinbjarnar og Gunnlaugi Blöndal. Þótt síðari salur Snorra hafi verið nokkuð góður þá átti Gunnlaugur hug okkar allan. Gunnlaugur var uppi 1893-1962 og lærði í Danmörku, Noregi og Frakklandi. Myndirnar hans eru sveipaðar dulúðlegum og munúðarfullum blæ. Svo munúðarfullum að maður stóðst ekki mátið og stal kossi .... kossar og málverk í Listasafni Íslands..... og rigning fyrir utan.....
Myndin hér að ofan heillaði okkur mikið. Ég held að þetta sé kona Gunnlaugs en myndin kallast stúlkan með greiðuna. Ég hvet ykkur til að skella ykkur á sýninguna því nú er frítt á Listasafnið í nokkurn tíma í boði Baugs :)
Efnisorð: Tónlist og bækur
<< Home