VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.3.06

Út að borða

Eins og lesendur þessarar síðu hafa eflaust orðið varir við þá finnst mér mjög gaman að fara út að borða. Sl. helgi fór ég bæði á B5, sem stefnir í að verða uppáhaldsveitingastaðurinn minn, og á Caruso. Á B5 fékk ég mér lambaskanka framreiddan á kartöflumúsarbeði. Hann var gjörsamlega sjúklega góður. Á Caruso fékk ég mér, eins og gefur að skilja, ítalskan mat en samt var ég í svona franskri stemmningu þar sem að ég sat í netasokkabuxum með rauðlakkaðar neglur og stút á vörum....
Maturinn á B5 fær enn og aftur **** hjá mér en Caruso **1/2. Bæði kvöldin voru samt afburðakvöld.
Næst á dagskrá er svo Hornið, sá gamalgróni staður. Þangað hef ég ekki farið í háa herrans tíð og er að verða dáldið spennt að prófa matinn þar.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com