Út að borða
Eins og lesendur þessarar síðu hafa eflaust orðið varir við þá finnst mér mjög gaman að fara út að borða. Sl. helgi fór ég bæði á B5, sem stefnir í að verða uppáhaldsveitingastaðurinn minn, og á Caruso. Á B5 fékk ég mér lambaskanka framreiddan á kartöflumúsarbeði. Hann var gjörsamlega sjúklega góður. Á Caruso fékk ég mér, eins og gefur að skilja, ítalskan mat en samt var ég í svona franskri stemmningu þar sem að ég sat í netasokkabuxum með rauðlakkaðar neglur og stút á vörum....
Maturinn á B5 fær enn og aftur **** hjá mér en Caruso **1/2. Bæði kvöldin voru samt afburðakvöld.
Næst á dagskrá er svo Hornið, sá gamalgróni staður. Þangað hef ég ekki farið í háa herrans tíð og er að verða dáldið spennt að prófa matinn þar.
Efnisorð: Bíó og matur
<< Home