VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.3.06

Smá öppdeit!

Nú sit ég á Þjóðarbókhlöðunni og skrifa BS-ritgerð. Ég er að komast í ágætis gír þessa dagana hvað ritgerðina varðar og finnst bara nokkuð gaman að sitja hér við skriftir. Ég ætla að skila af mér fyrstu drögum í byrjun næstu viku og það verður gaman að fá komment frá leiðbeinandanum mínum. Skemmtanalífið er á sínum stað. Ég hef reyndar ekki farið að "djamma" í töluverðan tíma en hef skellt mér út að borða (kemur ykkur líklegast ekki á óvart). Var til dæmis boðið á B5 í gær (er að verða fastagestur þar) og fékk mér lambaskankann á kartöflumúsarbeðinu og hvítvín með ummmmmm djöst delissjöss! Í kvöld fer ég á tónleika með Ampopp og hlakka mikið til. Það þýðir að ég missi af Idolinu og verð að ná því í endursýningu á morgun. Ingó kallinn datt bara út í síðasta þætti. Hann var nú reyndar slakastur af þeim það kvöldið að mínu mati. Ég hef ekki hugmynd um hver dettur út í kvöld! Mér finnst þetta svo jafn hópur eitthvað núna og veit ekkert hver vinnur! Spennó....
Jæja lömbin mín hafið það gott hvar sem að þið eruð stödd í heiminum og góða helgi :)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com