VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.3.06

Ég las það í Mogganum eða Fréttablaðinu um daginn að konur kjósi frekar djúpar karlmannsraddir en háar þegar þær eru hvað frjóastar. Háar karlmannsraddir eiga hins vegar að verða meira aðlaðandi þegar minni líkur eru á getnaði.
Ástæðan fyrir því að konur kjósi heldur dimmraddaða karlmenn er víst sú, að konum finnst þeir líklegri til að vera heilsuhraustari og geta þeim fleiri börn!
Hins vegar komust vísindamennirnir að því að þegar konur eru ekki á þessu frjósama skeiði, þá kjósa þær heldur menn með hærri raddir eða kvenlegri þar sem þær gefa tilfinningu fyrir því að karlinn sé umhyggjusamari og líklegri til þess að festa ráð sitt!
Stjórnandi rannsóknarinnar sagði það einnig vitað að árangur karlmanna í makaleit tengist rödd þeirra og að röddin skipti miklu þegar kemur að því hvort kona laðist að manni.
Þessi rannsókn var sko mjög vísindalega unnin í háskóla í Skotlandi en kommon! Er mark takandi á svona, hvað finnst ykkur?
Var svona í framhaldinu líka að spá í hvernig þetta virkaði á skemmtistöðum Reykjavíkurborgar þar sem að enginn heyrir neitt í neinum og allar raddir verða “æpandi”!!!
En alla veganna þá ætti Gunnar Birgisson, sá ágæti maður, að eiga trilljónir afkvæma því hann er náttla með dýpstu rödd jarðarkringlunnar!

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com