Um daginn fór ég í Iðuhúsið og var boðið upp á sushi. Mér fannst rosa gaman að sitja við hátt barborðið og velja mér sushi-rétti af færibandi. Hvítvínsglas með og góður félagsskapur. Smart. Eftir á kíktum við í bókabúðina á neðri hæðinni. Þeir sem að þekkja mig vita hvað ég elska bókabúðir...... glugga í tímarit, hönnunarbækur og ljósmyndabækur. Í Þýskalandi var uppáhaldsbókabúðin mín á aðalverslunargötunni í Hamburg. Þar verslaði í fullt af bókum og þurfti því miður að skilja flestar þeirra eftir þegar að ég fór heim vegna þyngsla. Ég fæ þær sendar von bráðar. Í USA eru líka flottar bókabúðir, B&N er náttúrulega bara rugl (eins og Einar Bárðar myndi orða það). Þar getur maður sökkt sér í djúsí sófa og kíkt í nokkrar velvaldar bækur. Nú ekki má svo gleyma Súfistanum. Ekki sjaldan sem að ég sest þar inn með forvitnileg tímarit og sjálfshjálparbækur J
Undanfarið hef ég verið að lesa nokkrar bækur samhliða skólabókunum. Er núna að lesa Vetrarborgina eftir Arnald og lauk við Tíma nornarinnar fyrir nokkru. Vetrarborgin lofar góðu en ég fílaði ekki Tíma nornarinnar nógu vel.
__________________________________________________________
Prófin gengu upp og ofan. Mér gekk frekar vel í fyrra prófinu en seinna prófið var bara rugl (eins og Einar Bárðar myndi orða það) he he. Það er nú samt fínt að vera búin í þessum prófum og nú þarf ég aðeins að taka eitt próf í viðbót við þennan skóla! Eitt próf og BS ritgerð og þá er skyldum mínum gagnvart Viðskiptaháskólanum á Bifröst lokið í bili! Jaaa ekki nema að ég kjósi að fara í ML!
__________________________________________________________
og talandi um kosningar... Nú hefur Árni Magnússon flúið sökkvandi Framsóknarskútuna. Ég skil náttúrlega ekki fólk sem að kýs Framsókn, hvað þá starfar fyrir hana en ég verða að segja að ég fílaði þó Árna Magnússon. Þetta hlýtur að vera helv. mikil blóðtaka fyrir þá Framsóknarmenn! En ég meina hver vill ekki komast í djobb hjá einhverjum bankanna og verða *ríkur*!!
Efnisorð: Bíó og matur
<< Home