Jæja hvort viljiði slæmu fréttirnar fyrst eða þær góðu?
Ég byrja á þeim slæmu....
Eiríkur fann skæðan vírus í tölvunni minni. Hann er einhver Trojan backdoor bla bla sem að leyfir hökkurum að komast inn í tölvuna mína þegar að ég er online auk þess sem að hann skemmir heilmikið útfrá sér. Við náðum ekki að eyða honum út í gær og kallar þetta á verulega mikil grátköst. Nú Marín var svo góð að lána mér tölvu svo ég ætti að geta gert eitthvað af viti næstu daga. Samt er alveg skuggalega óþægilegt að vera ekki með síns eigins tölvu, hvað er það!? Nú í kjölfar hrakninga minna í tölvumálum var ég næstum búin að lalla mér inn í Apple búðina til að kaupa mér nýja tölvu og kannski að það verði bara ofaná ?? Hvað finnst ykkur PC eða Mac?
og að góðu fréttunum.... ég hef nú reyndar ekki verið mikið fyrir það að monta mig af einkunnum hér en í ljósi mikilla hrakninga undanfarna daga hef ég ákveðið að leyfa mér að vera obbosslega ánægð með mig. Ég fékk sem sagt 8 í afleiðum og 8 í skaðabótarétti, alveg sátt við það.
<< Home