VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.3.06

Lax og lamb

Eldavélin var óspart notuð þessa helgina og dýrindismáltíðir litu dagsins ljós með hennar hjálp. Nú fyrst ber að telja lax með rjómapiparosti og salat með vínberjum, fetaosti ofl. þetta var gjörsamlega geggjað, bráðnaði upp í okkur. Nú svo var lambalærinu skellt í ofninn og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt í góðra vina hópi, algjörlega geggjuð helgi fyrir bragðlaukana en kannski ekki svo góð fyrir bumbuna! Ég var því ekki lengi að skella mér í ræktina en þegar að ég kom út þaðan í morgun var einhver gella akkúrat að setja stöðumælasekt á bílinn minn! Ég reyndi að blaka augnhárunum og fá hana til að hætta við, sagðist vera fátækur námsmaður á kúpunni og hálfskældi þarna... en nei nei allt kom fyrir ekki. Ég stit því hér á Bókhlöðunni og er alveg að fara í það að borga þessa leiðinda stöðumælasekt...hugsa sér hvað ég hefði nú getað eytt þessum "blóðpeningum" í eitthvað allt annað!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com