VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

2.3.06

Hver kann hugsanastjórnun?

Ég get ekki stjórnað hugsunum mínum. Ég hef lengi æft mig í þeirri list þ.e. að fara bara að hugsa um eitthvað annað þegar að mér detta leiðinlegir hlutir í hug eða eins og tilfellið er núna: einbeita mér að lærdómi. Ég bara hreinlega er að gefast upp á þessu námsefni og það er í raun dálítið ósanngjarnt að láta þetta út úr sér því að ég hef ekki verið nægilega dugleg að lesa undir þetta tiltekna fag í vetur.
Núna finnst mér skemmtilegast að horfa á símann minn á 5 sek. fresti, kannski gæti verið komið sms? Nú eða ég laumast til að horfa og mæla út strákinn sem að situr ská á móti mér (mér sýnist hann vera í tölvuleik) og spyrja hvort að ég megi vera memm. Nú, ég hef líka skoðað ALLT á internetinu(öll blogg í heimi.. festist líka á myspace), nú eða látið mig dagdreyma um einn tiltekinn strák. Einhvern veginn hef ég bara alls enga stjórn á öllum þessum hugsunum, þær bara skjótast og troða sér leiftursnöggt inn í huga mér. Núna kom t.d. sú hugsun að mig langi í ís! Og í kjölfarið kom nammipúkinn .... úff ég er komin með vatn í munninn... ja ég skal segja ykkur það : ég þarf hjálp! Jæja best að taka sér pásu frá öllum þessum hugsunum *geisp* og fara niður í mötuneyti og versla mér eitthvað gott.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com