Sól á Bifröst og svipt titlinum
Það er fátt betra en sól og sumar á Bifröst. Þann 9. maí sl. upplifði ég yndislegan dag á Bifröst en þá brunuðum við upp eftir í sól og sumri með bros á vör og sólgleraugu. Fyrst sóttum við ritgerðirnar okkar í prentun og vorum öll þvílíkt lukkuleg með þetta alles. Þegar að við komum upp á Bifröst þá létum við mynda okkur í bak og fyrir með ritgerðirnar hehe og settumst svo á Kaffihúsið og sóluðum okkur og drukkum bjór!! Betra getur lífið ekki orðið, ég meina það. Það var algjör pottur úti og hátt upp í 30 gráður þarna á pallinum, algjört logn og útlandafílingur í manni. Nú við BS nemarnir fengum okkur svo að snæða og með því og svo var tekið þátt í spurningakeppninni Gettu Betur Bifröst. Ég og Ömmi vorum saman í liði og til að gera langa sögu stutta þá sigruðum við þá keppni og fengum bikar, hvítvín og rauðvín og lentum í þvílíkum myndatökum... algjörar hetjur!! Nema hvað 10 mínútum seinna er okkur sagt að það hafi verið jafntefli, eitthvað annað lið hefði verið með jafnmörg stig, og því þurftum við að taka þátt í bráðabana..... sem að við töpuðum!!!!!!! Þvílíkt neyðarlegt dæmi.... við svipt titlinum á staðnum og vínið hrifsað af okkur. Mér leið eins og Ben Johnson (eða samt ekki alveg af því að hann var náttla á lyfjum, ég var bara á áfengi sem að var löglegt í þessari keppni) allavega það voru rislágir Bs-ingar sem að komu inn í Kringlu með "uppbótarverðlaun" og 2. sætið! Það man enginn eftir þeim sem að lenda í 2. sæti (nema kannski eftir Selmu Björns) Þvílíkt NEYÐARLEGT sem að þetta var.... *ræsk*
Nóttin var nú samt ung svo ég sturtaði bara meira í mig en vanalega og dansaði fram á rauða nótt... á leiðinni heim voru svo göngin lokuð svo Hvalfjörðurinn var eina leiðin heim... Ég sofnaði því í aftursætinu þar sem að við brunuðum í bæinn með fjallshlíðina til vinstri og spegilsléttan fjörðin til hægri (og ég með 2 föngulega karlmenn í framsætunum)..... gerist vart betra :)
Hér eru myndir frá því þegar að ég var svipt titlunum!!!!!
<< Home