VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.4.06

Kosningar

Horfði á Kastljósið í gær. Þar voru oddvitar allra framboðanna í Reykjavík samankomnir til að ræða um daginn og veginn, aðallega veginn. Ég veit ekki hver ástæðan er en það virðist sem svo að pólitískur áhugi minn fari dvínandi með hverjum kosningum. Kannski er ég bara orðin almennt áhugalausari eða kannski hef ég bara heyrt þetta kvabb einum of oft.
Það sem að mér fannst merkilegt í þessari umræðu var það að VG og xbé menn virðast ekkert kannast við R-listann og það er því allt Samfylkingunni að kenna sem að úrskeiðis hefur farið á valdatíma R-listans. Í annan stað var sorglegt að heyra xbé röfla um flugvöll á Lönguskerjum sem að er ein fáránlegasta hugmynd sem að fyrirfinnst (og ég veit aksjúallí hvað ég er að tala um hér, búandi í sama húsi og flugmaður) já það er dáldið seif að tala bara um Löngusker (því það er enginn að segja mér að xbé menn viti ekki að þetta er óskynsamlegt) og þurfa þar af leiðandi ekki að taka afstöðu hvort að flugvöllurinn eigi að fara eða vera. Í þriðja lagi er ég þreytt á því að það sé endalaust talað um "Landsbyggðina" sem einhverja eina heild og allir sem að henni tilheyri vilji nákvæmlega það sama!
Umræðurnar kveiktu ekki í mér á neinn hátt.... og ég bíð ennþá eftir því að fá sting þegar kosningar nálgast... ég verð verulega svekkt ef að ég verð ekki spenntari en ég er nú... æ kennum bara BS um þetta!

... og er það satt að Bubbi og Hrafnhildur Hafsteins séu par??
... og nei Sigrún Hjartar hélt ekki við Runólf rektor... ég get alveg lofað ykkur því :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com