VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.5.06

Útskrift

Já ég hugsa óneitanlega dálítið mikið um 27. maí en þá útskrifast ég. Bs-ritgerðin er næstum tilbúin og ég er svona að verða þokkalega ánægð með hana. Leiðbeinandinn minn hann Sigurður Arnalds sendi mér hana til baka úr yfirlestri í vikunni og var mjög sáttur. Núna er ég sem sagt bara í "heimildarvinnufínpússi" og að klára niðurstöður. Niðurstöðurnar mínar eru spennandi að mér finnst þar sem að ég gagnrýni stjórnvöld og dreifiveitur raforku hérlendis töluvert.
Nú ég hef ákveðið að halda STÓRU veisluna þegar að ég útskrifast með masterspróf í jan 2008 svo takið þann mánuð frá hehe... Útskriftardagurinn minn núna verður með aðeins öðruvísi sniði en ég hafði gert mér í hugarlund en ég ætla að bjóða nokkrum útvöldum c.a. 10 manns í dinner (humar, nautalundir, frönsk súkkkulaðikaka) og svo nokkrum stelpum og strákum í "hvítvíns-bjór-G&T" partý eftir á! Ég mun væntanlega festa kaup á mínu fyrsta listaverki úr galleríi eftir útskrift þar sem að allir fjölskyldumeðlimir ætla að gefa mér upp í eitt slíkt! Ég á reyndar tvennar ljósmyndir e. Siggu Dóru og eitt málverk e. Ólöfu Erlu og svo nokkrar smámyndir.... já maður verður að byrja að safna í nýju íbúðina sem að ég ætla mér að festa kaup á bráðum. En þetta er orðinn leiðinlegur pistill... hvað segiði gott annars? Slúðriði einhverju í mig... hey og smá gáta í endann... eftir hvern er myndin hérna til vinstri???? (vegleg verðlaun í boði)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com