VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.5.06

1. maí

Í dag er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins og auðvitað var rigning. Veðrið hefur þó oft verið verra á þessum baráttudegi launamanna og virðist sem að það sé pjúra áskrift á vont veður á þessum degi og já eiginlega alla daga sem að krefjast skrúð/kröfuganga! Ég fór ekki í kröfugöngu. Sat heima og lærði fyrir próf í International commercial law sem að er án efa einn leiðinlegasti kúrs sem að ég hef farið í. Ég kemst ekkert áfram og man ekki neitt.... hefði betur skellt mér niður Laugaveginn með hnefann á lofti. Sá eina í sjónvarpinu með skilti sem að á stóð " gefum konum kvensæmandi laun"!!!!!! ég hefði verið góð með það skilti. Samt sýnist mér svona þegar að ég horfi á gönguna í sjónvarpinu að fáir hafi séð sér fært að mæta... sem er dáldið leiðinlegt. Fólk virðist vera á báðum áttum með opnun vinnumarkaðarins en ég segi að við þurfum ekki að hafa neinar einustu áhyggjur. Hvers vegna ekki að bjóða útlendinga velkomna hingað? Ég get ekki séð að þeir hafi flykkst hingað í hrönnum hingað til. Bara betra að fá fjölbreytni í þetta. Við þurfum bara að vera vakandi fyrir því að þessir útlensku starfsmenn verði ekki hlunnfarnir og fái sömu laun og Íslendingar.

_____________________________________________

Og að allt öðru... það kviknaði í heima hjá mér í dag!!!! Varð stórtjón og aska og sót út um allt. Það gleymdist að slökkva á kerti sem að staðsett var í glugga og eldurinn náði að læsa sig í eldhúsgardínuna. Mikil mildi að ég sé með svona sterkt lyktarskyn en ég fann skuggalega lykt þar sem að ég sat við tölvuna og reyndi að muna eitthvað um Vínarsamninginn.... ég hljóp svo niður og við pabbi börðumst við eldinn.. já ég er ekki að djóka... börðumst við hann! Hann efldist til muna þegar að við reyndum að hella vatni á hann... okkur tókst ekki að slökkva hann fyrr en ég bleytti stórt handklæði og lagði yfir hann! Úff... þetta setti strik í lærdóminn og ég hef verið utan við mig... en gott að ekki fór verr...
jæja aftur í leiðindin.... *andvarp*

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com