VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

2.7.06

HM HM HM, hryllingur og menning

Já við á þessu heimili héldum með Englandi á móti Portúgölum. Ég lá á bæn að leikurinn endaði ekki í vítaspyrnukeppni þar sem að ég var viss um að England myndi tapa henni. Sú varð því miður raunin og mér fannst vítaskyttur Englendinga vera vonleysið uppmálað áður en að þeir tóku spyrnurnar!Það dugði því skammt að kúturinn væri dressaður upp sem fótboltabulla frá Englandi :(

Þessi keppni er að verða dálítið skrýtin og margir leikir hafa farið þvert á allar spár. Ég, hins vegar, hafði rétt fyrir mér í dag en ég spáði Frökkum áfram og svo var ég viss um að Þjóðverjar tækju Argentínu og Ítalía ynni Úkraínu. Ég er því töluvert svekkt að hafa ekki tekið þátt í einhverjum tippleikjum sem virðast tröllríða landanum um þessar mundir. Sé mig alveg með fullt af vinningsbjór og snakki :) Ég virðist bæði vera sannspá á HM og um leið er ég einnig mjög góður skriðkennari (sjá mynd) (ignore the big ass) Hins vegar lítur út fyrir að Tumi hafi alveg dissað mig og ákveðið að fara beint í það að ganga eins og sjá má.

Þar sem að við Tin erum svo svaðalega svag fyrir hryllingsmyndum ákváðum við að skella okkur á myndina Stay alive. Eina ráðlegging mín til ykkar er : "Sleppið þessari" og var myndin vægast sagt glötuð. Hins vegar bíðum við spenntar eftir næsta hryllingi (einhver stelpa í sýnishorninu) en ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað sú mynd heitir.

Við Hafdís skelltum okkur í brunch á Kaffibrennsluna the other day og ég fékk mér ristað brauð og NB kaffi!! (shitt hvað ég er eitthvað að verða fullorðin). Svo lögðum við leið okkar á Kjarvalsstaði. Sýningarnar þar voru safnsýningar þ.e. samansafn listaverka í eigu safnsins. Í fyrri salnum voru verk "yngri" málara og voru mörg flott verk þar. Við heilluðumst mest af málverki eftir Karl Kvaran sem var mjög seventies og svo var draumkennt verk þarna eftir Georg Guðna sem að var dáldið magnað. Nú við pældum dáldið í einu verki eftir Hring og þá aðallega hvort að rák í sólarlaginu væri skemmd eða fljúgandi furðuhlutur he he!
Í hinum salnum voru verk eftir íslenska meistara t.d. Kjarval, Ásgrím, Þórarinn Þorláks, Jón Stefáns og fleiri. Mér fannst sá salur meira og minna mjög flottur. Flott dimm lýsing ýkti upp liti og hreyfingar í myndunum og ég gat vart slitið augun af einni mynd Kjarvals og mér fannst sem mjólkurhvítur fossinn væri í raun fallandi. Jæja við vorum ánægð með heimsóknina á Kjarvalstaði og fórum því næst í Hafnarhúsið. Þar var grafíksýning eftir Erró sem að var ágæt. Einhvern veginn samt ekkert nærri eins góð og sum önnur verk eftir hann sem að ég hef séð. Nú svo var þar líka samansafn vinningsverka listamanna frá Norðurlöndunum. Úff, meirihlutinn þeirra verka var ekki fyrir mig... eila fannst mér mörg þeirra alveg hryllileg og beinlínis ljót og tilgangslaus. Einn Íslendingur hafði unnið til verðlauna fyrir sín verk og fannst mér þau bera af þarna á sýningunni og í raun þau einu sem að mér fannst flott. Æ, kannski var ég ekki að fatta helminginn af þessu dótaríi þarna inni ???? já, margt er víst kallað list!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com