VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.6.06

HM

Jæja er ekki komið að smá HM-pistli??
Undanfarna daga hef ég setið stjörf fyrir framan imbann og glápt á flestalla leikina í HM. Í raun og veru er HM að bjarga geðheilsu minni í þessari grenjandi rigningu. Ég hef ekki svo mikið sem komist hálfa leið niðrá Austurvöll að sóla mig og sötra hvítvín.
Well, þeir leikir sem að standa upp úr að mínu viti er að sjálfsögðu Argentína-Serbía. Argentínumenn sýndu snilldartakta í þessum leik, sannkallaða heimsmeistaratakta. En það er víst ekki nóg að spila vel í riðlakeppninni og það er staðreynd að S-Ameríkuliðin hafa aðeins unnið heimsmeistaratitilinn einu sinni þegar að HM hefur verið haldið í Evrópu. (Það var þegar að Brassarnir tóku þetta með Pele í farabroddi í Svíþjóð þarna um árið). Ég bíð samt spennt eftir að sjá Argentínumenn í næsta leik. Aðra sögu hef ég að segja um Brassana. Leikur þeirra á móti Króatíu olli mér vonbrigðum en leikurinn var samt skemmtilegur í heild sinni. Satt best að segja hefði mér þótt sanngjarnt ef að Króatar hefðu náð að jafna. Ég reyndar missti af Ítalíuleiknum en heyrði að þeir hefðu spilað vel, hlakka til að sjá þá á eftir. (Fer í bolinn minn og alles). Nú markaveislan hjá Spáni var flott en sá leikur sem að tók mest á taugarnar var Svíþjóð-Paragvæ. Ég prísa mig sæla að Svíarnir náðu að skora þarna í endann og var komin með snert af magasári af kvíða. Dómgæslan var samt ekki sú besta í þeim leik og Svíarnir til að mynda ranglega dæmdir rangstæðir í tvígang. Verð samt að segja að leikur Svíanna hefur valdið mér vonbrigðum sem og leikur Englendinga og Hollendinga. Vonandi að þessi lið fari að sína sínar réttu hliðar.
En nú er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga. Ég sit heima og horfi á HM og frekar þakklát fyrir að geta sleppt því að fara niðrí bæ.
Lambalærislykt læðist um húsið.
Kvöldið verður gott.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com