VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.6.06

Bíó og út að borða

Hef farið 2svar sinnum með stuttu millibili á Thorvaldsen og fengið mér að snæða. Í fyrra skiptið fékk ég mér líka kokteil þ.e. mojito sem að var ágætlega blandaður, kannski ekki alveg nógu sterkur ;). Hvað matinn varðar pantaði ég mér 2 forrétti þ.e. kjúklingaspjót og reyktan lax. Kjúklingaspjótin voru borin fram með mildri hnetusósu sem að var meiriháttar góð. Reykti laxinn var serveraður í krukku sem að minnti á kjúklingasallatið á B5.... svakalega smart.
Í seinna skiptið fékk ég mér sjávarréttarsúpuna. Hún var mjög matarmikil og saðsöm, mæli með henni ef að þið eruð fyrir skelfisk.
Þjónustan var góð í bæði skiptin svo ég gef staðnum *** = 3 störnur.

Fór líka ekki alls fyrir löngu á Apótekið. Ég hef nú verið misánægð í gegnum tíðina með þann stað en þar sem að daman ég vildi taka dömukvöld dró ég T&T með mér út að borða sushi og við enduðum á Apótekinu. Þetta var á fimmtudagskvöldi svo það var ekkert svakalega mikið að gera og þjónustan var því ágæt. Mojitoinn var ekki eins góður á Thorvaldsen en velásættanlegur. Við pöntuðum okkur svo sushi sem að var ljúffengt og við sporðrenndum því niður með milliþurru hvítvíni. Kvöldið endaði allsvakalega en ég get því miður ekki tjáð mig meira um það hér þar sem að við stöllurnar skrifuðum allar undir þagnareið hvað varðar endalok þessa kvölds! hehe...
Niðurstaða: **1/2 stjarna

Ég hef líka séð tvær myndir í bíó.


The Omen 666: Ég hef mjög gaman af draugamyndum og hlakkaði til að sjá endurgerðina á Omen. Hún var ágæt. Mér brá svaðalega í tvígang sem og öllum salnum og tónlistin í henni var mögnuð. Hljóðvinnslan var eiginlega alveg frábær en Julia Stiles fer nett í pirrurnar á mér og skemmdi smá fyrir mér. Þessi eftirgerð var ekki nærri því eins góð og frumgerðin en það voru nokkur mjög flott atriði í henni. Niðurstaða**1/2 stjarna

Poisedon:
Þetta er svona týpísk stórslysamynd með hraðri atburðarás og tæknibrellum. Alveg ágætis afþreying en persónurnar frekar hallærislegar og sum atriðin gengu hreinlega ekki upp.
Niðurstaða: ** stjörnur

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com