Töfranótt
Á morgun er Jónsmessa sem þýðir að í nótt er Jónsmessunótt. Jónsmessunótt er ein þessara töfranótta samkvæmt íslenskri þjóðtrú (hinar eru jólanótt, nýjársnótt og þrettándanótt). Á þessum nóttum getur maður því búist við að sjá álfa og aðrar kynlegar verur. Ætli ég sjái samt ekki bara ölvað fólk í miðbæ Reykjavíkur. Svo á döggin þessa nótt að vera allra meina bót svo kannski að maður sjái bera rassa í Hljómskálagarðinum? Takið einnig vel eftir því hvað ykkur dreymir í nótt, það mun rætast og svo eigiði einnig að geta átt gott spjall við gæludýrin ykkar!
Burt séð frá öll áðurnefndu þá ætla ég að óska mér í nótt og finnst Jónsmessunótt hræðilega rómantísk.
Stepford wifes og HM
Stepford wifes eru með hitting í kvöld á ofanverðum Laugaveginum. Þar munum við sitja penar og ræða barnauppeldi og þrif innan um heimalagaða rétti. Áður mun ég hins vegar fara út að borða (hvað annað)??
Á morgun er svo Svía-leikurinn og mikið rosalega varð ég himinlifandi að Ítalir skyldu vinna sinn riðil og lenda á móti Áströlum í stað Braselíu. Spennó :) Núna finnst mér sumarið vera komið... ekki satt? Einhvern veginn bjartara yfir öllu, útskriftir og HM!
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home