VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.7.06

Hollusta, hollusta, hollusta

Í gær var útivistar og hollustudagur hjá mér. Ég byrjaði daginn á því að sofa of lengi! Það er nú samt bara hollt þar sem að svefn er góður hehe!!! Nú svo hitti ég Tinnu á hlaupabrettinu í Laugum og við hófum work-outið. Við ákváðum svo að hlaupa út í góða veðrið og tókum góðan hring í Laugardalnum. Ég hitti gæs sem að hvæsti á mig og ég varð skíthrædd og lét mig hverfa hið snarasta en Tinna hló bara.... Nú svo skoðuðum við þvottlaugarnar og dáðumst að dugnaði kvenna um aldamótin 1900 sem að þvoðu þvotta þarna í laugunum. Nú svo var work-outið klárað á skíðatækinu þar sem að ég komst að raun um að þolið mitt er næstum horfið.....sigh...
Síðar um daginn brunaði ég svo með Katrínu upp í Heiðmörk þar sem að við fórum í heljarinnar göngutúr. Það var alveg meiriháttar og hressandi. Svo lá leið mín í Bónus þar sem að var verslað í dýrindis hollustumáltíð og haldið heim til Siggu þar sem að við átum kjullabringur og ljúffengt sallat og svo það besta : jógúrt+epli a la tengdamamma Katrínar ;) Svo voru c.a. 16 vatnsglös þömbuð og herbalife-te drukkið allan daginn. Ég var því steinhissa þegar að ég vaknaði með hor og slím í morgun...... líkaminn ekki að meika þennan gleymda lífsstíl.. svo nú sit ég uppdópuð af panódíl og með Nezeril í nefinu og tel mínúturnar þar til að fótboltinn byrjar... áfram Ítalía!!!


Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com