VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.7.06

Ítalir eru heimsmeistarar 2006!!
Liðið mitt kom sá og sigraði. Frá því að ég var smástelpa og í kjölfar dýrkunar minnar á mafíósum, dökkhærðum mönnum og Guðföðurmyndunum hef ég haldið með Ítlaíu. Mér líður líka einstaklega vel á Ítlaíu og það er uppáhalds landið mitt. Það kemur að því að ég flyt þangað ég sver það! Já það væri ekki amalegt að vera stödd á Ítalíu núna og fagna með ítölsku þjóðinni. Svo er þessi sigur mjög mikilvægur fyrir ítalska knattspyrnu vegna allra þeirra hneykslis- og múturmála sem að upp hafa komið í Ítalíu undanfarið. Cannavaro var maður mótsins að mínu mati. Hann er fyrirliði ítalska landsliðsins og herforinginn í varnarleik þeirra. Maðurinn er bókstaflega allstaðar á vellinum! Ég ætla lítið að tjá mig um fáránlega hegður Zidane en þetta atvik varpaði skugga á þennan frábæra leik, því hann var það! Tvö frábær mörk, stórkostleg og hálfgeggjuð vítaspyrna hjá Zidane og frábær skalli hjá Marco Materazzi þar sem að hann stökk manna hæst, jarðaði Patrick Vieira í skallaeinvígi og jafnaði metinn fyrir Ítali. Leikurinn var spennandi og fullur af marktækifærum. Það er alltaf erfitt að knýja fram úrslit í vítaspyrnukeppni í svona mikilvægum leik en það er samt ekki annað hægt að segja en að vítaspyrnukeppnir séu drama dauðans. Leikurinn var því uppfullur af spennu, flottum mörkum og drama = frábær úrslitaleikur! Enda unnu mínir menn. Vildi bara óska að Zidane hefði ekki misst stjórn á sér því hann er einn af uppáhalds leikmönnum mínum.
Ég verð nú samt að segja að mér leið hálf kjánalega þegar að sms-in streymdu inn uppfull af hamingjuóskum........

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com