VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.9.06

1 ár!!!!!






Já það er liðið rétt rúmlega ár síðan að Eiríkur Tumi Briem fæddist. Á þessu fyrsta ári sínu hefur ET veitt mér svoooo mikla gleði og ánægju. Við höfum kúrt saman, horft á tv saman, skriðið saman, farið í göngutúra, kjussast, slefast, kjaftað í símann, hann hefur sprænt á mig, kúkað á mig, knúsað mig, slegið mig, klipið mig, verið aaaaa við mig, hlegið með mér, sofnað í fanginu mínu, vaknað hjá mér, borðað hjá mér, leitt mig, glápt á mig, brosað til mín og bara verið fallegastur í heimi. Til hamingju með afmælið yndislegi frændi minn, lífið væri svo miklu leiðinlegra án þín... hlakka til að sjá þig stækka og uppgötva heiminn betur.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com