VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.9.06


Túrhestaskapur
Jæja núna er skólalífið hafið, þó er lítið lesið á milli tíma þar sem að Victoria, vinkona mín frá Englandi er í heimsókn. Hún kom í gær og fer e. viku og við eigum eftir að ferðast örlítið um landið... skoða fossa og fjöll eins og sönnum ferðalöngum sæmir. Í gær dunduðum við okkur í höfuðborginni, fórum á Vegamót í lunch, Perluna, Hallgrímskirkjuturn, Kringluna, tjörnina og Sólfarið. Í dag skoðuðum við hins vegar Deildartunguhver, fórum í Reykholt, sáum Hraunfossa og Barnafoss. Ömmi kom með okkur og keyrði Snæfinn eins og herforingi! Svo var hann mjög góður myndatökumaður hehe :). Fórum síðan út að borða á veitingastaðinn Tímann og Vatnið þar sem að Tori smakkaði íslenskt lambalæri í fyrsta skipti og líkaði alveg stórvel!!! Helgin framundan er pökkuð: sumarbústaðarferð, djamm í 101, barnaafmæli, matarboð og fl. Ég held svei mér þá að ég sé bara excellent guide??!!!! Var að vonast til að rekast á nokkrar vinkvenna minna í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið???????

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com