VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.8.06



Hörð samkeppni

Það fyrsta sem að ég gerði þegar að ég kom til Reykjavíkur í gær var að heimsækja draumaprinsinn....... nafnið hans byrjar sko á E ;)
Ég var dauðhrædd um að hann myndi ekki þekkja mig aftur eftir langa fjarveru og svo hef ég frétt af mjög harðri samkeppni yngri meyja!! Já, svo virðist sem að Viktoría Arna og Snæfríður eigi alla hans athygli þessa dagana.(sjá myndir að ofan) Það er því ekki að undra að ég hafi verið stressuð þegar að ég kíkti í heimsókn til hans í gær. En viti menn, einhver var obbosslega hamingjusamur að sjá frænku sína og knúsaði hana og kyssti, sýndi listir sínar (klappaði, sýndi hvað hann er stór, skreið upp stiga, henti kubbum oní kassa og sturtaði svo úr kassanum) og babblaði hátt og mikið.
Já, ég er ekki frá því að betri eintök karlmanna landsins eigi upphafsstafinn E ;)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com