París París......
Nú hef ég fest kaup á flugmiða til Parísar. Ég trúi eiginlega ekki að ég sé að fara þangað. Mig hefur svo lengi langað að fara en "viljandi" ekki látið verða af því. Mér bauðst til að mynda að fara til Parísar meðan að ég var í Þýskalandi en sleppti því af þeirri einföldu ástæðu að mér fannst hreinlega ekki vera rétti tíminn til að fara til Parísar. En núna er rétti tíminn. Ég fer 27. október og það eru því 37 dagar í þetta. Próf og ritgerðarskil í millitíðinni svo ég hef allaveganna nóg að hugsa um. ( og ekki gleyma Greys Anatomy!!!) Við erum að leita að velstaðsettum hótelum á netinu og ef að einhver veit um hótel sem að er fínt og ekki ofdýrt þá endilega látið mig vita.
Endilega heilsið upp á mig ef að þið eigið leið um París þessa helgi, ég verð þessi í rauðu kápunni, háhæluðum skónum með alpahúfu, sitjandi á bekk með gosbrunn í baksýn og ætli ég mati ekki ekki einhverjar dúfur meðan að ég smóka sígarettu í munnstykki. Blæs svo reyknum upp eftir andlitinu áður en að ég geng seiðandi inn á næsta matsölustað og panta mér snigla!
Efnisorð: Ferðalög
<< Home