VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.9.06

Magni heim

Jæja þá er þessu ævintýri lokið. Magni fær að fara heim til famelíunnar og sem betur fer segi ég nú bara.... finnst hann ekkert passa með þessari hljómsveit. Ég var undir lokin farin að halda með Toby en var eila fegin því að hann vann ekki heldur... líka of góður fyrir bandið! Reyndar fílaði ég Jason vel en fannst hinir hljómsveitarmeðlimirnir dáldið súrir. Ég hef fylgst með þessu í allt sumar og skemmt mér konunglega og ekki skemmdi fyrir að Magni stóð sig svona vel. Dolphins cry með Magna og Loosing my religion með Ryan eru þau lög sem að standa upp úr að mínu viti. Geggjaðslega flott hjá þeim báðum.
Í nótt hittumst við nokkur og horfðum saman á þetta (mjög gaman) en ég verð eila að segja að botninn datt dáldið úr þessu hjá okkur þegar að Magni datt út. Orðrétt er haft eftir einum í hópnum " æ ég er eila kominn með nett ógeð núna" he he...
Ég held að það hafi verið nokkuð ljóst frá byrjun að Lukas eða Dilana myndu vera í topp tveimur en Toby kom mjög sterkur inn í endann og var að mínu áliti mjög flottur... algjör babe-magnet. Að sjálfsögðu hélt ég samt með Magna... bara hafa það á hreinu! ;)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com