VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.10.06

Bloggrúntsbann!!

Ég hef nú opinberlega sett mig í bloggrúntsbann. Hér eftir má ég aðeins fara þrjá bloggrúnta á dag. Á morgnana, um eftirmiðdaginn og á kvöldin. Það fer alltof mikill tími í þetta hjá mér og þetta truflar mig við lesturinn. Ég fer nefninlega mjög oft svo kallaðan bloggrúnt þ.e. fer á milli blogga vina minna og skólafélaga og nokkurra "fasta" bloggara sem að ég þekki ekki neitt. Stundum slysast ég svo inn á blogg hjá fólki sem að veit hvorki haus né sporð á. Það verður bannað hér eftir nema um helgar! Já nú verð ég að vera ströng við mig... sjónvarpsbann og bloggrúntsbann fram yfir próf! Ef að einhverjir eiga við sama vandamál að stríða mega þeir kvitta hér fyrir neðan, en það kæmi svo sem ekki á óvart að ég sé ein í geðveikinni eins og svo oft áður... :-/

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com