VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.9.06

Drukknun

Jæja nú er ég að drukkna í alvarlegheitum lífs míns. Sé ekki fram úr verkefnum = eintómt vesen. Er að skella skaðabótareglum kaupalaga upp í power-point svo ég geti nú kennt hinum í meistaradeildinni eitthvað á morgun.
Nú á sama tíma er ég að fara yfir verkefni.
Það sem að mig langar hins vegar að vera að gera er að horfa á þátt nr 2 í seríu 3 í Greys Anatomy.
Ég er að verða nett pirruð á pínulitlum flugum sem að flögra hérna um herbergið mitt og ég forðast það að líta í spegil, vil ekki fá hjartaáfall.
Til að brjóta upp daginn var ég alvarlega að spá í að taka þátt í þessu hér en mundi svo að ég hafði lánað Katrínu sys búningin en hún fór að djamma í gær.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com