VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.9.06

Sexy augu

Ef að fólk minnist á sexy augu þá nefnir það "sljó" augu í sömu andránni. Þá gengur fólk um með "þung" augnlok og er talið vera mjög sexy. Ég get tekið dæmi. Ef að við lítum til dæmis til Hollywood þá úir þar og grúir af fólki með sexy sljótt augnaráð t.d. Benicio Del Toro og Uma Thurman. Nú og ef maður lítur bara í kringum sig hérna innan landhelginnar þá get ég nefnt Darra hérna á Bifröst og svo Marínu mágkonu. Allt er þetta fólk með seiðandi augnaráð. Mig langar að vera með þannig augu, svona dularfullt augnarráð og vera gjörsamlega að drepast úr sexyheitum. Ég hef því hafið þrotlausar æfingar. Þær felast einna helst í því að ráfa um ganga skólans með hálflokuð augun og reyna að tæla fólk sem að á vegi mínum verður. Þrátt fyrir minniháttar meiðsl (ég gekk á hurð) þá hef ég ekki látið deigann síga.... fyrr en í morgun. Þá klessti ég á Trausta kennara sem að spurði mig hvað væri eiginlega að mér í augunum....... mission failed.....
Ég hef því aftur tekið upp mitt gamla augnarráð og þótt ég sé vonsvikin þá er ég pinku glöð því ég losna innan tíðar við alla plástrana.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com