VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.10.06

ooohhhh hvað ég hlakka til þegar að.....

það verður bannað að reykja á kaffihúsum og skemmtistöðum á Íslandi!
Ég sé þetta í algjörum dýrðarljóma. Þá getur maður lallað sér inn á kaffihús með börnin sín (ef að maður ætti einhver) já eða bara fötin sín án þess að hafa áhyggjur af því að stefna afkvæmunum í hættu eða koma gegnsósa út. Ég tala nú ekki um að geta borðað matinn sinn án þess að kúgast og geta andað án þess að líða eins og maður sé með kartöflu í hálsinum.
Ég fór eitt sinn út að skemmta mér í Mílanó. Þar var bannað að reykja inn á skemmtistöðum og maður kom ferskur eins og vorsins blær heim af djamminu. Dásamlegt!
Ég nenni ekki einu sinni út í lögfræðilega sálma hvað varðar eignarrétt og vinnuvernd því það eina sem að kemst að í mínum huga er: tært loft!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com