VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.10.06



Molly, Betty og Melissa


Lífið í Ásgarði 3...


....er ljúft. Þar bý ég með íðilfögrum snótum, þeim Mattý og Birnu. Það er obbosslega gott að búa með þeim, ég hefði ekki getað fengið betri meðleigjendur. Stundum ímynda ég mér að lífið sé ein bíómynd og við þrjár séum aðalleikararnir. Myndin heitir Girlfriends eða nei höfum þetta þætti.. svona eins og Related. Ég held allaveganna að þættirnir yrðu mjög skemmtilegir, ég meina lífið á campus, gæti ekki verið meira djúsí.
Aðalpersónur þáttarins eru Melissa, Betty og Molly.
Mattý léki Molly. Molly er rosalega samviskusöm og ef að hún er ekki að læra niðrí lesbás, þá er hún í ræktinni. Molly elskar að borða.. sérstaklega brauð eða beyglur. Svo er hún blak- og danssjúk. Molly finnst gaman að fara út að skemmta sér og eftir nokkra drykki finnur maður hana oftast í sveiflu á dansgólfinu.. helst með einhverjum herra! Molly ætlar samt ekkert að binda sig neitt strax en stundum, á viðkvæmum mómentum, væru hún alveg til í að eiga kærasta.
Birna léki Betty. Betty finnst gaman að kjafta. Hún lærir og kjaftar til skiptis. Betty elskar nammi og hatar grænmeti. Betty er líka "Monica" í sér og sést oft með moppuna á fleygiferð um eldhúsið. Hún vill líka alltaf hafa kvöldmat, sama þótt Melissa (sem að Maj-Britt leikur) sé í megrun. Betty á kærasta. Hann býr ekki á svæðinu en kemur stundum og eldar pizzu handa stelpunum í Ásgarði 3. Þegar að Betty dettur í það þá er engin leið að finna hana. Oftar en ekki finnst hún á kjafti við hina og þessa út um allt kaffihús og liggur lífið á.
Melissa (Maj-Britt) er pempían í hópnum. Hún er oftast í pilsum og háhæluðum skóm og er alltaf í megrun. Samt getur hún ekki hætt að borða. Melissa elskar glingur og lærir aldrei ofmikið... bara nægilega mikið. Melissa er tilfinningarík og opin og vill knúsa fólk. Ef að hún vill getur hún verið prófessjónal en oftast er hún leagally blonde. Melissa á kærasta sem að býr í útlöndum. Hún hittir hann stundum í París eða öðrum borgum og er alveg óþolandi rómantísk. Þegar að Melissa dettur í það þá á hún til að verða syfjuð og stinga af heim. Áður en það gerist er hún búin að knúsa Betty og Molly og hinar stelpurnar og segja þeim hve henni þykir vænt um þær... (kannski einum of oft!)
Nú það eru fullt af aukaleikurum í þáttunum. Á neðri hæðinni í Ásgarði búa til dæmis tvær vinkonur aðalpersónanna, þær Clohie (Sóley) og Grace (Guðný). Þær eru hressu týpurnar, alltaf til í djamm og reyta af sér brandarana. Þær koma með mohijto-ana og brosið inn í þættina.
Nú, tvær aðrar mjög góðar vinkonur leika í seríunni. Roxanne (Anna) býr utan svæðis. Molly, Betty og Melissu finnst mjög gaman þegar að hún býður heim til sín. Hún er reyndar ekki mjög gestrisin, lætur annað hvort gestina koma með ídýfuna og það eða lætur kallinn sinn elda oní liðið. Roxanne á nefninlega mann og barn og er því reynslunni ríkari. Roxanne er líka ekki öll þar sem að hún er séð því að hún virkar róleg og dul á alla. Hún er hins vegar kaldhæðinn húmoristi sem að kann sko að sletta úr klaufunum. Roxanne er gáfnaljós sem lærir á næturnar og þegar að hún dettur í það ullar hún stanslaust í myndavélina.
Heather (Halla) er týpan sem að vill allt fyrir alla gera. Hún er líka helstu tengsl okkar hinna við kennarastofuna. Hún á líka alla þættina og allar bíómyndirnar. Heather ELSKAR að tala og á það til að blaðra stanslaust. Hún hlær líka mikið og lærir á milli þess að hún stússast fyrir aðra og sinnir stelpunni sinni. Heather getur drukkið hvern sem er undir borðið. Hún er alræmdur "sjóari" þegar að kemur að djammi og Grace segir að Heater eigi að taka Melissu í læri :)
Nú svo eru fleiri.. t.d. Joline (Jónína) en hún er "mamman" í hópnum. Hún er samt ungleg með eindæmum. Hún lætur allt flakka og fær sér sígó og kaffi eins og henni sé borgað fyrir það! Hún flúði Clohie og Grace, enda djamma þær dáldið mikið!!! ;)
Haldiði að þetta yrðu ekki vinsælir þættir?????

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com